Staldraðu aðeins við. Þú ert ekki hugsanir þínar, þú ert ekki tilfinningar þínar.

Spyrðu þig þessara spurninga:
- Hvað viltu? Nefndu það´á nafn. Skilgreindu það. Kallaðu það upphátt! gerðu áæltun, lítil örugg skref, skref sem þú getur tekið.
- Hvað er að stoppar þig? þinn eigin ótti eða trú og von? Er einhver hugmyndafræði að stoppa þig? Er þetta kannski bara afsökun?
- Hvað þarftu að gera til að fá það? Áætlun – litlu skrefin
Taktu hlé til að endurheimta flæði.
Farðu út úr rútínunni.
Gerðu ekkert af því sem þú gerir vanalega.
Ekki vera of lengi á sama stað, farðu út úr húsi, farðu að ganga um annað hverfi, nóg að ganga í korter. Því hraðar sem þú gengur, því hraðar færist blóðið … það er gott … allskonar hugsanir þjóta í gegnum hugann.
Allt í lagi að hlaupa, en best er að bara ganga.
Æfðu einveru. Fjarlægðu truflanir. Slökktu á símanum. Sjáðu gamanmynd. Dansaðu.
Farðu í yoga – t.d. yoga Nidra
Prófaðu nýja hreyfingu.
Málaðu. Spilaðu. Skrifaðu dagbók.
Hlusta á nýja tónlist – finndu playlista frá einhverjum áhugaverðum.
Farðu á tónleika, farðu í leikhús, farðu á námskeið
Lærðu nýtt tungumál.
Farðu í ferðalag.
Leyfðu þér að líða eins og þú sért frjáls! án allra takmarkana.
Það er mjög gott að vinna úr tilfinningum gegnum listir, s.s. skrifa, teikna, mála eða gegnum ljósmyndun. Semja tónlist, spila á hljóðfæri, syngja eða dansa eða leika.
Aðrar leiðir til að lyfta upp andanum geta verið að fara í sturtu eða í bað, fara í garðvinnu, fara í göngu eða bíltúr. Horfa á eitthvað í sjónvarpinu eða fara í bíó. Kannski horfa á eitthvað á youtube. Spila, fara í borðspil, fara að versla, eða jafnvel að skipuleggja hlutina heima hjá þér eða taka til.
Lesa?
Taktu pásu eða frí.
Hefur þú talað við einhvern sem þú treystir? Hefurðu sett mörk og sagt nei? (hér er t.d. frábær samantekt: https://www.dv.is/fokus/2023/6/8/metsoluhofundur-setti-netheima-hlidina-med-einfoldu-radi/?fbclid=IwAR2owMG57-uqjJ8QoBhDAyZzbydLASHLb2s0wp6FvX3ulDuZzKgnvWpb-AU
Skrifaðu einhverjum sem þér þykir vænt um.
Sýndu staðfestu.
Notaðu húmor
Eyddu tíma með nánum vini eða fjölskyldumeðlimi.
Gerðu einhverjum greiða, hjálpaðu einhverjum sem þarf hjálp, sem líður illa
Leiktu við gæludýr.
Hvettu einhvern.
Farðu í ,,role play” með einhverjum.
Hugræn hreinsun: gerðu þakklætislista, láttu hugann reika, vertu með minni væntingar, vertu með slagorð eða góða tilvitnun í efstu skúffu og gerðu að þínu. Sýndu sveigjanleika. Settu niður nýtt markmið!

Næsta skref: – sjá næstu færslu!

