Staldraðu aðeins við. Þú ert ekki hugsanir þínar, þú ert ekki tilfinningar þínar.

Spyrðu þig þessara spurninga:
- Hvað viltu? Nefndu það. Skilgreindu það. Kallaðu það upphátt!
- Hvað stoppar þig? ótti? trú? einhver hugmyndafræði? Afsökun?
- Hvað þarftu að gera til að fá það?
Taktu hlé til að endurheimta flæði. Farðu út úr rútínunni. Gerðu ekkert af því sem þú gerir vanalega.
Ekki vera of lengi á sama stað, farðu út úr húsi, farðu að ganga um annað hverfi, nóg að ganga í korter. Því hraðar sem þú gengur, því hraðar færist blóðið … það er gott … allskonar hugsanir þjóta í gegnum hugann.
Allt í lagi að hlaupa, en best að bara ganga.
Æfðu einveru.
Fjarlægðu truflanir.
Slökktu á símanum.
Sjáðu gamanmynd.
Dansaðu.
Farðu í yoga – t.d. yoga Nidra
Prófaðu nýja hreyfingu.
Málaðu.
Spilaðu.
Skrifaðu dagbók.
Hlusta á nýja tónlist – finndu playlista frá einhverjum áhugaverðum.
Farðu á tónleika
Farðu í leikhús
Farðu á námskeið
Lærðu nýtt tungumál.
Farðu í ferðalag.
Hvað sem það er, leyfðu þér að vera frjáls án takmarkana.

Næsta skref: – sjá næstu færslu!
