Kröfur á vinnumarkaði og brennandi áhugi starfsmanna að standa sig vel, skortur á líkamlegri hreyfingu og útiveru, kröfur í einkalífi, samkeppni í formi samfélagsmiðla – allt getur þetta haft lýjandi áhrif og leitt til kulnunar eða haft áhrif á andlega heilsu. Fyrirtæki eru hvött til að taka umræðu um geðheilsumál á vinnustað með sínu starfsfólki, setja sér stefnum, mæla líðan og vera með áætluð viðbrögð s.s. sveigjanleika til vinnu, áæltun um hvatningu til hreyfingar og útivistar, vinnustofu fyrir stjórnendur og starfsfólk til að fræða og hvetja hvernig styðja á við góða heilsu, líkamlega, andlega og félagslega.
Eins og heilbrigðisstofnun Sameinuðu þjóðanna skilgreinir heilsu: Heilsa er að vera bæði andlega, félagslega og líkamlega heilbrigður einstaklingur og meira en bara það vera án sjúkdóma og veikleika.

Hvað geta fyrirtæki helst gert?
- Tekið umræðuna
- Sett styrki til þess að fólk stundi bæði hreyfingu og bjóðist handleiðsla eða tímar hjá sálfræðingi og markþjálfa
- Vinnustofur fyrir stjórnendur og starfsmenn, fræðsla og styrking í málaflokknum
- Gera sér grein fyrir að það að þekkja hver vandinn er, er fyrsta skrefið til framfara
- Mæla líðan og inngrip og áhrif
- Hvetja til hreyfingar og útivistar
- Skapa sveigjanleika á vinnustað
- Sett sér stefnu, rétt eins og starfsmannastefnu – hvernig á að bregðast við andlegum veikindum og styrkja
- Skapa stemmingu og vellíðan á vinnustað, að starfsmenn eignist vini eða félaga innandyra og séu ekki einir með sínar áhyggjur, styðja við að það sé gaman í vinnunni!
Er virk þátttaka og gleði á vinnustaðnum? er fólk að nærast vel, er oft soldið gaman? er jafnvægi og ró? er heilbrigði í hávegum haft?
Áhugavert t.d:
https://workplacementalhealth.org/
https://www.indeed.com/hire/c/info/mental-health-in-the-workplace
https://www.reidhealth.org/blog/mental-health
