Ég hef tekið námskeið í markþjálfun og hef tekið marga í markþjálfun. Ég hef sjálf bæði farið í tíma til sálfræðinga og markþjálfa. Ég hef alltaf haft áhuga á manneskjunni, hvernig viðhorf verða til og breytast. Grunnur minn er úr sálfræði, BA próf í HÍ og svo Master í vinnusálfræði frá LSE. Auk kennsluréttinda, verkefnastjórnunarnámi og leiðtogafærni.
Nema hvað, til að skilja betur muninn á sálfræði og markþjálfun, til einföldunar má segja að markþjálfun sé að taka stöðuna hér og nú og horfa til framtíðar. Sálfræðinnar er meira að skoða fortíðina. Hvernig fortíðin er að hefta þig í dag. Og þegar kemur að þekkingu á geðrænum kvillum, þá er sálfræði málið og geðlæknar. Enn markþjálfun virkar auðvitað fyrir þá sem eru með geðræna kvilla… ef áhugi er á að horfa til framtíðar og hér og nú.
Í rauninni er mín reynsla að markþjálfun sé ekki síður hjálpleg en það fer auðvitað eftir því eftir hverju er verið að leita. Er þörf að kryfja fortíðina og takast á við áföll og leita lausna við alvarlegum geðrænum vanda? Eða er þörfin að láta ýta við sér til að horfa til framtíðar og setja sér skref framm á við og til að velja hvaða skref?
Jákvæð sálfræði er fræðin um hér og nú og framtíðina, taka stöðuna því fer jákvæð sálfræði og markþjálfun ákaflega vel saman.
Velkomin til mín í markþjálfun! Hvað þarftu? Hvað viltu? 🙂
Sjá meira: https://hamingjuvisir.com/2023/05/30/markthjalfun-getur-bokad-thig-a-noona-is/
og: https://hamingjuvisir.com/2024/06/02/tilgangur-markthjalfunar/



