Já!!! Að þessu leiti til:
Ef þú átt ekki í þig og á, já, þá gera peningar þig hamingjusamari.
Af því að þig vantar alvarlega peninga, þú ert í skorti, vanhagar um svo margt sem þú verður að hafa. Þá gerir hver króna þig hamingjusamari. Fjárhagslegt öryggi gefur öryggi, meiri valmöguleika, þú getur forgangsraðaðað, hefur meiri stjórn á eigin lífi.
Í skorti er fullkomið jákvætt samband milli peninga og hamingjunnar.
Betra er að eiga peninga, en að eiga þá ekki. En að öðru leiti eru peningar ekki endilega að gera þig hamingjusamari!
enn Nei… ekki að þessu leiti til:

NEI!!
Nei, peningar geta ekki keypt hamingjuna þegar þú átt orðið í þig og á. Peningar segja þá lítið um það hversu oft þú hlærð, upplifir sátt, finnst gaman, líður vel eða nýtur þín dags daglega.Með peningum er vissulega hægt að kaupa sér alls kyns þægindi en hvorki lífshamingju né sátt.
Þá er það frekar hvernig þú ferð með fé, sem þarf að skoða. Það er þá ekki innkoman sem gerir þig hamingjusamari, heldur hvernig þú ferð með þá. Skv. doktorsritgerð um vellíðan íslendinga og hamingjuna skýrði peningar 1% hamingju þeirra. Þeir sem hafa t.d. unnið i lottói og eignast mikið af peningum fara gjarnan að trúa á að peningarnir séu að fara að færi þeim hamingju og svo þegar það gerist ekki þá er það áfall.
Skoðaðu útgjöldin.
Í hvað ertu að eyða? hlutir gera okkur alveg smá hamingusamari er að eyða í hluti sem spara tíma, að eyða í aðra og að eyða peningum í áhugamál sín, en ekki síst ef það býður upp á skemmtilega samveru og upplifun með sínum nánustu- það bætir meira hamingju þína en hlutir. Það að gera öðrum gott og t.d. styrkja góð málefni gerir þig hamingjusamari og þú upplifir þig hluta af samfélaginu.
Hér er dregið saman hvað rannsóknir segja helst um tengsl peninga og hamingjunnar:
- farðu vel með fé þitt! betra að safna fyrir hlutunum – tilhlökkun eykur líka vellíðan, að hafa eitthvað að stefna að
- skuldir draga úr vellíðan – fjárhagskvíði dregur úr hamingju
- eyddu í aðra – bjóða með þér … bjóddu heim … ef t.d. bíður vini í cappochino á kaffihúsi þá ertu bæði að eiga í upplifun og gleðja aðra manneskju – það er peningum vel varið segja hamingjurannsóknir
- eyddu í upplifun, tónleika, leikhús, stand up comedian, spa, íþróttaviðburði, út að borða, upplifun,fara nestisferð, gönguferðir, bjóða heim, sund, bío, líkamsræktarstöð, vini og ættingja, virkjaðu öll skynfærin þín, minningar að búa við gefa þér góða tilfinningu – og að deila góðum minningum með góðu fólki eykur jafnvel enn dýptina á góðri minningu og er þá oftar ryfjað upp
- eyddu í nám og námskeið, sérstaklega ef þú kynnist nýju fólki líka, auðgar líf þitt og möguleika
- ofgnjótt skapar ekki hamingju – ef þú elskar kaffi – keyptu þér gott kaffi og njóttu bollans – en ekki þamba kaffi og drekka í tíma og ótíma!
- Peningar eru hjálplegir, ef þeir gefa þér tíma t.d. að kaupa uppþvottavél, ryksugurobot, þrif heima getur t.d. aukið hamingju
- að hugsa of mikið um peninga og eyða tíma í að eltast við tilboð – getur bælt hegðun sem skapar vellíðan og hamingju til langsframa, eins og t.d. að eyða í aðra, að eyða í góðgerðarmál og upplifanir, sem sagt að deila kjörum með öðrum segja fræðin
- Sem sagt – nei peningar gera þig ekki endilega hamingjusamari, en geta gert það en geta líka gert þig óhamingjusamari! Trú story!
- Stundum er eftirvæntingin betri en svo upplifunin sjálf – t.d. orlofsgestir eru stundum hamingjusamari vikuna fyrir ferð en í ferðinni sjálfri!
Flestir gera ráð fyrir að ef þeir ynnu í lottóinu myndu þeir verða hamingjusamari. Lúxusbíll og draumahúsið við ströndina… þá yrðu þeir sannanlega hamingjusamir. Rannsóknir eru ekkert endilega að styðja það! Skemmtileg reynsla og minning þarf ekki að kosta krónu! hún þarf ekki einu sinni að vera stórfengleg! eyddu í að kaupa nýtt lag á netinu og njóttu að hlusta frekar en að kaupa eitthvað drasl


