Jákvæð forysta er stjórnunarstíll. Þú vilt efla jákvæðar tilfinningar hjá undirmönnum og á vinnustaðnum.
Bjartsýni, jákvæðni, einblína á styrk og árangur, litla og stóra sigra eru eiginleikar sem hægt er að þjálfa og viðhalda með æfingum og staðfestu.
Jákvæð forysta þýðir að þú vilt æfa þig í því að vera jákvæður einstaklingur.
Þú vilt draga fram jákvæðni í erfiðum aðstæðum. Verða leiðtogi í eigin lífi og annarra.
Það krefst þrautseigju og einbeitingar að vera jákvæður.
Þú getur alveg verið með sama ótta og erfiðleika og allir aðrir, þú vilt bara venja þig á að óttinn stjórni ekki hegðun þinni og viðhorfum.
Þú vilt skapa:
- jákvætt starfsumhverfi
- styðja við jákvæð tengsl
- styðja við jákvæð samskipti
- skapa jákvæðan tilgang
Hugtök sem tengjast jákvæðri forystu eru t.d.: heilindi, gildi, jákvæðni, bjartsýni, auðmýkt, þjónandi forysta, andleg forysta. Þróun. Þroski. Hér er blogg um jákvæðar tilfinningar: https://wordpress.com/post/hamingjuvisir.com/623
Vilt efla jákvæðar tilfinningar hjá undirmönnum og á vinnustað. Hlúa að þroska og framsækni. Vilt hlúa að ánægju í starfi, hlúa að sálrænni vellíðan, sköpunargáfu og draga úr neikvæðum leiðtogastíl (vinna sem sagt gegn streitu, kvíða, fjarvistum, kulnun í starfi og hefndarhegðun).
Jákvæð forysta vill hvetja, styrkja. Neikvæð forysta vill skapa hræðslu og ótta, letja, tæma, draga úr orku.
Dæmi um stíl og árangur:
- styrkja starfsmenn þína, veita sjálfræði og sveigjanleika og tryggja að þeir fái nauðsynlega þjálfun til að skila árangri
- sýna hluttekningu, kynnast, hlusta á, sýna skilning, samgleðjast og samhryggjast
- vertu talsmaður starfsmanna þinna s.s. tala máli þeirra
- reyna að vera fyrirmynd t.d. slökkva á slúðri og taka á erfiðum málum og gefa von og bjartsýni, gefa innblástur
- gefa orku inn í starfið, áhugi er smitandi
- einbeittu þér að styrkleikum frekar en veikleikum (engin ástæða til að hunsa veikleik, þú bara bendir á hæfileika og styrkleika annarra og leggur þig fram um að þeir njóti sín)
- skapar menningu þar sem sigrum er fagnað, tekið eftir framförum, skapa hvetjandi samfélag og hreykja sér af afrekum einstaklinga og teyma
- benda á lausnir – ekki bara nefna vandmálin – leitast eftir lausnum
- ekki vera átakafælinn – bregðast við tímanlega
Eftir allt saman, vilju við ekki frekar fylgja jákvæðri manneskju en neikvæðri?
