Já!!!
Ef þú átt ekki í þig og á, já, þá gera peningar þig hamingjusaman/sama/samt.
Af því að þig vantar alvarlega peninga, þú ert í skorti, vanhagar um svo margt sem þú verður að hafa. Þá gerir hver króna þig meira og meira hamingja. Það gefur þér öryggi, val, getur forgangsraðaða, hefur meiri stjórn á eigin lífi.Í skorti er fullkomið jákvætt samband milli peninga og hamingjunnar.

NEI!!
Nei, peningar geta ekki keypt hamingjuna þegar þú átt orðið í þig og á. Peningar segja þá lítið um það hversu oft þú hlærð, upplifir sátt, finnst gman. Þá er það frekar hvernig þú ferð með fé, sem þarf að skoða. Það er þá ekki innkoman sem gerir þig hamingjusamari, heldur hvernig þú ferð með þá. Skoðaðu útgjöldin. Í hvað ertu að eyða? hlutir gera okkur alveg smá hamingusamari er að eyða í hluti sem spara tíma, að eyða í aðra og að eyða peningum í áhugamál sín, en ekki síst ef það býður upp á skemmtilega samveru og upplifun með sínum nánustu- það bætir meira hamingju þína en hlutir. Það að gera öðrum gott og t.d. styrkja góð málefni gerir þig hamingjusamari og þú upplifir þig hluta af samfélaginu.
Hér er dregið saman hvað rannsóknir segja helst um tengsl peninga og hamingjunnar:
- farðu vel með fé þitt! betra að safna fyrir hlutunum – tilhlökkun eykur líka vellíðan, að hafa eitthvað að stefna að
- skuldir draga úr vellíðan – fjárhagskvíði dregur úrhamingju
- eyddu í aðra – bjóða með þér … bjóddu heim …
- eyddu í upplifun, tónleika, leikhús, stand up comedian, spa, íþróttaviðburði, út að borða, upplifun, virkjaðu öll skynfærin þín
- eyddu í nám og námskeið, sérstaklega ef þú kynnist nýju fólki líka, auðgar líf þitt og möguleika
- ofgnjótt skapar ekki hamingju – ef þú elskar kaffi – keyptu þér gott kaffi og njóttu bollans – en ekki þamba kaffi og drekka í tíma og ótíma!
- að hugsa of mikið um peninga og eyða tíma í að eltast við tilboð – getur bælt hegðun sem skapar vellíðan og hamingju til langsframa, eins og t.d. að eyða í aðra, að eyða í góðgerðarmál og upplifanir, sem sagt að deila kjörum með öðrum segja fræðin