Kvíði eða tilhlökkun?

Kvíði er ákveðið form af ímyndarafli, að sjá fyrir sér að eitthvað slæmt sé að fara að gerast – að sjá fyrir sér, er að nota ímyndunaraflið.

Hin hliðin á teningnum er eftirvænting – sama tilfinning, sömu líkamlegu viðbrögðin en önnur sálræn upplifun.

Ert þú búin að skipuleggja eitthvað frammundan sem þú hlakkar til?

Hluti af tilhlökkuninni er að undirbúa, ekki síðra ef maður getur deilt því með öðrum, sameiginlegt verkefni. Hvort sem það er að halda uppá stórafmæli, flytja, halda uppá jólin eða fara í ferðalag. Að tala um, fræðast um, gera ,,to do lista” og svo framvegis er allt hluti af þessu ferðalagi að komast á áfangastað. Við viljum lengja í viðburðinum með því að búa til smáskrefin þangað og njóta þess. Njóta ferðalagsins. Svo vonandi njótum við líka áfangastaðarins.

Ingrid Kuhlman skrifaði góða grein um gildi tilhlökkunar – vertu fyrir innblæstri:

https://www.visir.is/g/20232489537d/virkjum-kraft-tilhlokkunar

Leave a comment