Hvenær á ég að setja mörk?

Þú þarft að setja mörk þegar:

Þegar þér finnst þú vera að drukkna í verkefnum

Þú upplifir gremju í garð þeirra sem biðja þig um greiða

Þú forðast að svara símanum eða hitta ákveðið fólk

Þú upplifir kulnunareinkenni s.s.stuttur þráður, grátgirni og svefnleysi

Þú hefur engan tíma fyrir sjálfan þig

Fólk áttar sig oft ekki á því að rótin af sálrænum vandamálum þeirra er oft að finna í að þau setja ekki heilbrigð mörk í sínum samböndum. Endurtekin rifrildi við sama fólkið, enginn tími fyrir sjálfan þig, sjálfsræktin skrælnuð eins og kaktus í stofuglugganum, stöðugur samanburður á samfélagsmiðlum og kvíði

Hræðsla, ótti, kvíði við að einhver verður reiður, fúll eða pirraður út í okkur er stærsta ástæðan fyrir að fólk forðast að setja mörk.

Oftar ekki er það arfleið úr æsku þar sem fýlustjórnun, þagnarbindindi og hunsun voru gereyðingarvopnin sem voru alltaf fullhlaðin og innrættu hjá okkur skömm, sektarkennd og samviskubiti.

Ef þig langar að sósa þig uppúr og niðurúr í samviskubiti skelltu þá í takmarkanir og mörk við fjölskyldumeðlimi.

Því fjölskyldur hafa sinn eigin óskrifaðan sáttmála um aðgengi, umgengni og samskipti.

Þegar þú síðan allt í einu setur mörk með að segja NEI í staðinn fyrir meðvirknis JÁ-ið seturðu fólkið í kringum þig á felguna því þú hefur ruggað bátnum.

Þeir sem hagnast á því að þú hafir engin mörk munu reyna að rífa niður mörkin þín eins og rollur á girðingu

Yfirlýsingum að þeir muni ALDREI biðja þig aftur.

Þú sért ALLTAF svo eigingjörn.

Þeir hafi nú OFT hjálpað þér.

Eða þagnarbindindað þig í svaðið.

Hunsa NEI-ið þitt og biðja þig aftur á morgun.

Þráspyrja þig af hverju þú getir ekki, viljir ekki, komist ekki….

Fýlustjórnun, frekjustjórnun, þagnarbindindi, hunsun, þráspurningar eru ofbeldi.

Ofbeldi til að stýra þér í að gera það sem þeir vilja.

Ofbeldi til að rífa niður mörkin þín.

Það er eðlilegt að vilja að fólki líki vel við þig en þegar þú slítur þig í sundur á kostnað eigin þarfa, langana og tilfinninga þarftu að byggja betri stoðir undir sjálfsvirðinguna.

Því ef þú ert lagstur í bælið í örmögnun í veikindaleyfi frá vinnu þá geturðu hvort sem er ekki sagt JÁ við nokkrum sköpuðum hlut.

Heilbrigð mörk hjálpa þér að skapa það líf sem þú vilt.

Heilbrigð mörk skapa skýrleika í sambandinu.

Mörk eru sjálfsrækt.

Mörk láta vita hvaða hegðun er í boði og hver ekki.

Mörk láta aðra vita hvað þú þarft.

Mörk eru eðlilegur hluti af heilbrigðum samböndum.

Ef þú upplifir gremju og pirring í samböndum þínum við ákveðið fólk er það merki um að þar sé skortur á mörkum.

Ef þér finnst þú vera eins og útspýtt hundsskinn að klára öll verkefni og ekki hafa nanósekúndu fyrir sjálfan þig gætirðu þurft að segja oftar NEI en JÁ.

Ef þú færð rassasvita þegar þú sérð ákveðið nafn á símaskjánum þegar síminn hringir getur verið að þú þurfir að standa betur með þér gagnvart þeirri manneskju.

Ef þú ferð að gráta uppúr þurru, sefur eins og spörfugl, ert tætt og tjásuð í heilaþoku geturðu verið í kulnunarástandi af manneskjugeðjun.

•Gremja og pirringur er oft merki um að þínum þörfum er ekki mætt.

•Og eina manneskjan sem getur mætt þínum þörfum á réttan og heilbrigðan hátt ert þú sjálf(ur).

•Það þýðir stundum að taka óþægilega samtalið.

•Gremja og pirringur er oft merki um að þínum þörfum er ekki mætt.

•Og eina manneskjan sem getur mætt þínum þörfum á réttan og heilbrigðan hátt ert þú sjálf(ur).

•Það þýðir stundum að taka óþægilega samtalið.

Gremja og pirringur er oft merki um að þínum þörfum er ekki mætt.

Og eina manneskjan sem getur mætt þínum þörfum á réttan og heilbrigðan hátt ert þú sjálf(ur).

Það þýðir stundum að taka óþægilega samtalið.

Því kostnaðurinn við stundarlöng óþægindi er svo miklu minni en langtímaskuldin sem þú lendir í við að sigla á meðvirknisbátnum.

Textinn hér að ofan er fenginn orðréttur beint frá Röggu Nagla! Mér fannst þetta svo gott hjá henni að ég vil bara hafa þetta orðrétt með hennar stíl!!! Takk fyrirfram Ragga!!!

This image has an empty alt attribute; its file name is image-2.png

Að setja mörk:

Að segja stopp 
Að geta sagt fyrirgefðu 
Að bjóða knús 
Að bjóða öðrum að vera með 
Að hjálpa öðrum stórir og smáir 
Að skiptast á  
Að stjórna sér bæði líkama og munni 

.

Leave a comment