Categories
Uncategorized

Íslendingar eru meira skapandi en ameríkanar:

Það er félagslega ramminn sem gerir íslendinga skapandi, jafnrétti, leikskólinn, smíði og textíl í skólakerfinu o.s.frv. Fjórið hver íslendingur skrifar bók svo dæmi sé tekið 🙂

…. “Niðurstöður rannsóknarinnar benda hins vegar til þess að það sé fyrst og fremst samfélagsgerðin sem gerir Íslendingum kleift að hafa tíma og getu til að vera skapandi. Að þættir eins og tími, frelsi, daggæsla barna, jafnrétti kynjanna og umburðarlyndi séu meðal helstu drifkrafta sköpunar”

http://www.ruv.is/frett/ekki-natturan-sem-virkjar-skopunarkraftinn

og

Icelanders are super creative. Here’s why

 

Categories
Uncategorized

Viska og reynsla Jane Fonda

Við lærum mest þegar við brotnum, í gegnum ör okkar og vandræði, þegar við lendum í vanda

,,guð kemur til okkar, þegar við erum brotin – ekki þegar við fáum verðlaun eða viðurkenningu” …

,,you think you are broken, but you are really open broken”

Jane Fonda, 80 ára:

Categories
Uncategorized

Skjánotkun og vellíðan: Hvort skiptir meira máli, útlitið, velgengni og eignir, eða að vera góð manneskja, hjálpa öðrum og líða vel?

Meiriháttar málþing í HR í hádeginu i gær, 31.01.18. Hægt að hlusta hér: https://livestream.com/ru/fiknedafrelsi2018/videos/169557911

Glósur:

* ýta samfélagsmiðlar á að leggja áhersla á ímynd? skiptir útliti, velgengni og eignir meira en það og að vera góð manneskja, hjálpa öðrum og líða vel?

* krefjandi að sýna líf sitt á ákveðinn hátt …

* Skoðaðu tímann sem fer á dag í skjánotkun – hugsaðu:

 • Hvað vil ég fá út úr þessum tíma? Lætur þetta mér líða vel? ef ekki – settu fókus þinn þá á annað sem lætur þér líða vel! það sem virkar fyrir einn, virkar ekki fyrir aðra – undir þér komið, góður svefn, útivist, samvera með fólkinu okkar, kaffi með vin, hreyfing ofl.
 • Þarf like, til að líða vel? – Það er gaman að fá viðurkenningu (like á facebook sem dæmi) en það nær ekki langt. Það eru ekki aðrir sem láta okkur líða vel, það er okkar ábyrgð að þekkja okkur sjálf, hvað skiptir okkur máli, hvað gleður okkur o.s.frv.
 • Skjánotkun getur verið styrkjandi, en fyrir hvað ertu útsett?

* Stelpum líður verr en piltum

*drengir eru meira í tölvuleikjum, stelpur meira á samfélagsmiðlum

*Vanlíðan hefur aukist meðal ungs fólks – kvíði, vanlíðan, þunglyndi

* Flestir meta andlega heilsu sína góða, en fleirum líður núna illa en fyrir 4 árum

ástæður? bland af kannski: efnahagskreppu, samanburði, auknar væntingar, snjalltækin trufla, breyttar uppeldisaðferðir, samkeppni, álag í skóla, álag í íþróttum, aftenging við umhverfið, opnari samfélagsumræðu, oflækningar, ofgreiningar, minni félagsauður, verri næring, minni hreyfing og kannski sú ímynd að við eigum öll alltaf að vera svo hamingjusöm, verri svefn? of mikil skjánotkun?

youngpeoplemobilephones-580x358

 

 

 

 

 

 

 

Categories
Uncategorized

Streita

Það er ekki þannig að streita sé alltaf slæm. Streita þýðir að við þurfum að forgangsraða og þá kannski sjáum við skýrast hvað skiptir okkur mestu máli. En hér er frábært erindi um það að það er eiginlega frekar viðhorf okkar til streitu, sem skiptir máli. Ef við höfum gaman að því sem við erum að gera, getur streita bara verið hluti af því, að það sé gaman að það séu áskoranir. Ef við erum hrædd við streitu, getur það haft neikvæð áhrif. En auðvitað þurfum við að læra að setja okkur mörk og öðrum, hvað er nóg. Og of mikil álag yfir langan tíma, gæti þýtt að nú sé lag á að taka frí!

Categories
Uncategorized

Máttu ekki finna fyrir slæmum tilfinningum? ertu að skamma þig fyrir það? Hversu mikið lætur þú það stoppa þig?

Ertu nokkuð með markmið sem eru eins og markmið dauðra? að verða aldrei fyrir sorg, höfnun, mistökum, reiði, afbrýðisemi og ójafnvægi? Til þess að geta lifað þessu lífi, efla seiglu og þroska þá verðum við að þekkja tilfinningar okkar, bera kennsl á þær, leyfa þeim að koma og horfast í augu við þær.

Neikvæðar tilfinningar t.d. reiði geta gefið okkur kraft að standa gegn óréttlæti. Streita getur hjálpað okkur að forgangsraða, hvað skiptir okkur mestu. Jákvæðar tilfinningar gefa okkur trú og von og kraft.

Frá Ted.com

Psychologist Susan David shares how the way we deal with our emotions shapes everything that matters: our actions, careers, relationships, health and happiness. In this deeply moving, humorous and potentially life-changing talk, she challenges a culture that prizes positivity over emotional truth and discusses the powerful strategies of emotional agility. A talk to share.

Categories
Uncategorized

Skrifa sig frá erfiðum tilfinningum

Það er mjög heilandi að skrifa sig frá erfiðri reynslu, erfiðum einstaklingum, til að hjálpa sjálfum sér andlega, skrifa niður hvað maður er að upplifa, vera mjög nákvæmur og jafnvel endurskrifa síðan tvisvar, þrisvar. Geyma, opna daginn eftir, skoða, hugsa, og skrifa aftur.

Æfing nr. 1:

Hugsaðu til baka, um erfiða reynslu. Sem tengist viðburði eða einstaklingi. Hugsaðu nú um atburðinn, eins og þú sért að horfa á sjónvarp. Sjáðu söguna út frá sjónarhorni þínu, úr fjarlægð. Sjáðu nú söguna líka út frá öðrum. Skrifaðu nú nýja útgáfu. Sami viðburður, eða samskipti, eða sami einstaklingur/sömu einstaklingar.

hér er boðið upp á verkefni í 8 vikur!

http://www.dailyom.com/cgi-bin/courses/courseoverview.cgi?cid=83&aff=92&cur=eur&ad=2018012302&img=66

 

 

Categories
Uncategorized

Fjórða iðnbyltingin:

ND20tRd0oG-I74F4ES_ZmYf_mhQxbBrfvAnzEj7VbMg

 • nú er að bretta upp ermar og hafa sín áhrif á fjórðu iðnbyltinguna!
 • þetta er ekki hár rétti tíminn að dvelja við ,,þá gömlu góðu daga”
 • hlökkum bara til en leggjum okkar lóð á vogaskálarnar, höfum áhrif
 • reynum að láta þessa byltingu ná til eins margra og við getum

https://www.weforum.org/agenda/2018/01/the-world-is-changing-here-s-how-companies-must-adapt/ utm_content=buffer5908e&utm_medium=social&utm_source=facebook.com&utm_campaign=buffer

Categories
Uncategorized

Að finna draumaprinsinn;

Ef hann hefur þessa 9 eiginleika, þá gæti hann verið sá sem þú átt að gera að þínum, halda í hann:

 1. er vel greindur
 2. hann fær þig til að hlæja
 3. hann styður þig í að ná árangri í starfi
 4. hann vill kynnast vinum þínum og ættingjum eins og þú vilt kynnast hans fólki
 5. hefur góða tilfinningagreind
 6. hann virðist skoðanir þínar og hlustar á þig
 7. hann er tilbúin að leggja á sig til að sambandið gangi
 8. hann gleðst yfir því þegar þú nærð þínum markmiðum
 9. þið hafið svipaða sýn á lífið

http://www.independent.co.uk/life-style/love-sex/male-personality-traits-qualities-men-smart-supportive-emotionally-intelligent-a8179211.html

15940436_1276998689005255_8212379726457428495_n

Categories
Uncategorized

In my Chronic Illness, I found a Deeper Meaning:

This too shall pass.............................

This

In my Chronic Illness, I found a Deeper Meaning:

,,I will depend more and more on other people. I will not be able to control my bowels or my surroundings as tightly. I will lose teeth, hair and precious memories. This is not a tragedy. This is what it means to be human””

Categories
Uncategorized

Umboðsmaður einmannaleikans í Bretlandi:

Nú er búið að stofan umboðsmann eða ráðherra einmannaleikans í Bretlandi.

Talað er um að einmannaleiki sé vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi, m.a. vegna; fjölda skilnaða, margir búa einir, við eigum færri börn, við lifum lengur, við erum i sterkari tengslum við netið og síma og tæki en fólk, talað er um að einmannaleiki styttir lífið í annan endann, þú sinnir heilsu þinni og mataræði síður. Þú ert daprari og hefur þig síður af stað (framtaksleysi).

Einmannaleiki og streita eru verstu óvinir hamingjunnar. Fólk getur líka upplifað einmannaleikann þótt sé innan um fólk og allir geta orðið einmanna. Líka frægar stjörnur, stjórnmálaleiðtogar og hver sem er.

Kannski erum við líka að verða það miklir ,,einstaklingar/einstaklingshyggjufók”, að allir verða að fá að lifa út frá eigin hugmyndum út í smáatriði – og þar með undirstrikum við það sem aðgreinir okkur frá öðrum frekar en að sjá hvað við eigum saman. Viljum vera öðruvísi. 

En gæti þetta starf ekki heitið eitthvað bjartara? Umboðsmaður félagslegra samskipta?Hamingjuráðherra? Ekki heitir Heilbrigðisráðuneytið Sjúkdómaráðuneytið?

Og hver eru fyrstu verk slíks umboðsmanns?

Væntanlega að setja af stað nefndir t.d. i) setja ,,viðmiðunarreglur” utan um tækninotkun þegar þú ert í félagslegum aðstæðum (skila síma eftir í körfu áður en ferð á fundinn, í félagsmiðstöðina, skólann, félagafundinn?) ii) auka samskipti kynslóðanna (eldri borgara séu til staðar á leikskólum, ungbarnaleikskóla, þar sem börn eru á spítala til að bara vera til staðar fyrir ofl. ofl) iii) gera allskonar bara sem eykur samskipti, hittinga um allskonar!

Umboðsmaður einmannaleikans heitir Tracey Crouch, er íþróttaþjálfari og stjórnmálakona með meiru.

Tracey Croch

Aðdragandinn að þessu nýja embætti er að stjórnmálakonan Jo Cox barðist fyrir þessu málefni og var myrt 2016 af öfga hægri manneskju. Jo Cox hafði einnig verið baráttukona um málefni Sýrlenskra flóttamanna og var fædd 1974.

Jo cox

Þess má geta að árið 2016 varð til Hamingjuráðherraembætti hjá Sameinuðu  hjá Sameinuðu Arababísku furstadæminu.

Einnig er slík ráðuneyti til, í Nígeríu og á Indlandi – en óhætt að segja að þau embætti hafi farið ansi brösulega af stað, annar tengdur morði og hinn er systir þess sem setti hana í embætti.

Heimildirt.d. hér: http://www.vb.is/frettir/stofna-embaetti-hamingjuradherra/124887/?q=r%C3%A1%C3%B0herra

einmannallll