Categories
Uncategorized

Jákvæð sálræði og hönnun:

Myndband um hvernig umhverfið okkar getur haft áhrif á okkur – áhrif hönnunar, lita, hugmynd 🙂  – þarna er komið inn á hvernig bjartir litir, lifandi umhverfi, getur skapað gleði og verið hugmyndaukandi – svo er um að gera að rannsaka hvort þessar hugmyndir standist!

Categories
Uncategorized

Streita og heilsufar

Streita er tilfinning um að þú ráðir ekki við aðstæður. Að það er verið að krefja þig um að bregðast við einhverju sem er þér ofviða. Eða þér finnst það vera þér ofviða. Eitt er auðvitað hvernig aðstæðurnar eru, annað svo hvernig þú upplifir þær og bregst svo við.

Hér er hið þekkta Homes og Rahe streitupróf, frá 1967. Þetta streitumatspróf byggir á svörum 5000 einstaklinga, þar sem mest streituástand sem hægt er að hugsa sér er það að missa maka sinn, skilnaður er í öðru sæti og í neðst sætunum er t.d. að halda jól og afmæli.

Ef þú t.d. missir vinnuna og maka þinn á sama tíma, er ljóst að allar aðstæður þínar eru að fara að taka miklum breytingum og þú hefur margt að hugsa um. Rannsókn Homes og Rahe sýndu fram á að ef þú upplifir miklar breytingar í þínu lífi á stuttum tíma, mun það að öllum líkindum hafa mikil áhrif á heilsu þína. Hér er hægt að taka prófið (er á ensku):

https://www.mindtools.com/pages/article/newTCS_82.htm

stress.jpg

 

Categories
Uncategorized

Persónubundnir hæfnisþættir

Svokallaðir ,,soft skills”, eða mjúkir eiginleikar, eru þeir eiginleikar sem atvinnurekendur vilja vita hverjir þínir eru – því þetta eru þeir eiginleikar sem koma fyrirtækinu á þann stað sem þeir vilja, auk þekkingar og færni.

Þú þarft að vita hverjir þínir ,,mjúku” eiginleikar eru til að geta sagt frá þeim þegar þú sækir um störf eða ferð í atvinnuviðtal, eru það þessir? – láttu 2-3 standa útúr:

Nýsköpunarhæfileikar

Færni til að leysa vandamál og lausnamiðuð hugsun

Hæfni til að vinna með ólíkum einstaklingum

Sköpunarhæfni og innleiðing nýrra hugmynda

Frumkvæði og framtakssemi

Upplýsingalæsi og tæknifærni

Færni til að vinna með og greina/flokka upplýsingar

Færni til að forgangsraða og skilgreina aðalaatriði

Lífsleikni og starfshæfni

Aðlögunarhæfni og sveigjanleiki

Hæfni til að starfa í alþjóðlegu umhverfi

Leiðtogafærni

Áreiðanleika- og ábyrgðartilfinning

Færni til að skilgreina ómótuð verkefni og ljúka á tíma

Samfélagsábyrgð og vilji til að láta gott af sér leiða

Trú á eigin getu/færni

Þekking á vinnumarkaði á mínu sviði og hugsanlegum tækifærum mínum þar

Þekking á áhugasviðið mínu og hæfni

Þekking á eigin styrkleikum og veikleikum

Samskiptafærni

Modern-Workplace-Interior-Design-Ideas-4

Categories
Uncategorized

Starfsleit á 21. öldinni

Stærsta leigubílafyrirtæki heimsins, Uber,  á ekki einn einasta bíl. Google, frægasta leitarsíðan er orðin stærsti auglýsingamiðillinn.  Facebook, heimsins vinsælasti samfélagsmiðill býr ekki til neitt innihald sjálf, eingöngu útlínur. Eitt verðmætasta vöruhús heimsins, Alibaba, höfuðstöðvar staðsett í Asíu, rekur ekki eitt einasta vöruhús í sínu landi. Airbnb, stærsta húsaleigufyrirtæki heimsins á ekki hótel né gistiheimili. Amazon, stæðsta vöruhús Bretlands, hefur enga starfandi verslun í Bretlandi í dag. Hins vegar hefur orðið sprengin í vöruhúsarekstri í Bretlandi og þess krafist af markaðnum að þau séu flest opin allan sólarhringinn, 7 daga vikunnar. Á Íslandi er t.d. einkamal.is og alfred.is að gera góða hluti, með litlu inntaki nema útlínum.

Mikið er talað um gervigreind þessi misserin og að gervigreind muni taka yfir þúsundir starfa á þessum áratug í Evrópu t.d. í fjármálageiranum, í verslunum, lestar hafa oft ekki lengur lestarstjóra um borð og búist er við að bráðlega muni gervigreind leysa af hólmi greiningu á einstaklingum í heilbrigðisgeiranum, alla vega þegar lesið er út úr niðurstöðum af skönnum og myndatökum. Miklar samfélagsbreytingar og tækni er að hafa mikil áhrif og fyrirtæki þurfa að taka á öllu sínu til að fylgjast með þróuninni og breyta sínum starfsháttum.

Að ráða inn rétta starfsfólkið, ráðningaferlið sjálft, er að taka stakkaskiptum. Í dag fá Ráðningaþjónustur færri störf enda getur fólk í dag sjálft komið sér á framfæri hjá fyrirtækjum landsins og sótt beint um af heimasíðum þeirra. Að auglýsa störf í fjölmiðlum tekur tíma, en það getur tekið 17 sekúntur að auglýsa á twitter eða facebook, eða Instragram eða á Linked In.

Í enskumælandi heimi tíðkast tölvukerfi sem lesa ferilskrár yfir og velja úr þær sem innihalda orð sem fyrirtæki er að leita eftir (getur verið persónubundnir eiginleikar, tiltekin reynsla eða menntun eða lífsstíll (stundvísi, bókhaldsþekking, reynsla af dróna o.s.frv.) . Atvinnurekendur eru að fara í gegnum allskonar hraðar tækni og samfélagsbreytingar og eru því að fylgjast vel með og reyna að vera nútímavædd og upplýst. Nú reynir á atvinnuleitendur að gera slíkt hið sama, vera dugleg að sækja um með óhefðbundnum leiðum, koma sér sjálf á framfæri gegnum umsóknarferli á heimasíðum (áður en starf er auglýst) og vanda sig við hverja umsókn, aðlaga reynslu sína og menntun að hverju starfi, draga fram eiginleika sem hjálpa til að fá tækifæri o.s.frv. Að vera proactive – bregðast sjálfur hratt við, er mjög mikilvægt í atvinnuleitinni í dag. Koma inn á ferilskrána starfsreynslu fyrir árið 2018 sem fyrst!  Sértu atvinnulaus, eða á milli starfa eins og það heitir, er mikilvægt að efla sig  á þessum tímamótum, efla sig í tölvufærni, efla sig faglega og persónulega og aðlaga sig að störfum sem eru í örri þróun.

Þeir sem eru eldri en 50 ára upplifa oft að þeir séu að verða útundan.  En þetta er hópurinn sem hefur lífsreynslu, á auðvelt með mannleg samskipti, setja sig í spor þeirra sem yngri eru og eru því fetinu á undan ungu kynslóðinni, ef þau hafa öfluga tölvufærni. Í framtíðinni er talað um að svokölluð ,,soft skills“ sé það sem markaðurinn þarfnast, í því felst þessi mannlega hæfni, þroski, þolinmæði,  jákvæðni, reynsla og hæfni  til að lesa í aðra og setja sig í þeirra spor.

Það er talað um að flest störf sem verða í boði eftir 10 ár eða svo, séu störf sem við vitum ekki hver verða. Því er stundum haldið fram að framtíðin feli í sér fá launuð störf, að allt verði tækninni að bráð. Við höfum heyrt svona áður. Talva átti að leysa flest störf af hólmi. Nú gervigreindin. En það breytir því ekki að störf hafa undanfarið verið að breytast og mörg störf sem voru til hafa horfið á síðustu áratugum og ný tekið við.  Dæmi um störf sem eru að hverfa:  Ritarar, störf við skiptiborð, störf við fjöldaframleiðslu, störf við bryggjur og affermun báta, lestarstjórar. Dæmi um störf sem teljast t.d. ný í dag geta t.d. verið:  markþjálfar, einkaþjálfarar, styrktarsjóðasérfræðingar, dróna sérfræðingar, heimaþjónusta, mengunarsérfræðingar sem dæmi.

The World Economic Forum halda því fram að 65% af þeim börnum sem voru að byrja í grunnskóla fari að sinna störfum sem ekki eru til í dag. Annað sem er merkilegt fyrir nútímann er að í dag eru fimm kynslóðir jafnvel að vinna saman og við alltaf að lifa lengur svo fleiri kynslóðir geta verið að hittast á vinnustöðum framtíðarinnar.

 

Modern-Workplace-Interior-Design-Ideas-4

future_of_the_workplace_900x430

Categories
Uncategorized

Hvað gerir þú í frístundum? og hvað gefur mesta hamingju? þetta er niðurstaða einhverrar rannsóknar og listamaður setti niðurstöður hennar upp í formi sýningar um hamingjuna :-)

2013-03-19+at+20-08-32

Categories
Uncategorized

og hvað segir BBC um hamingjuna?

Þetta:

http://www.bbc.co.uk/guides/z996cwx#zq4q39q

 

Categories
Uncategorized

Íslendingar og hamingjan – heimsókn til Bradford:

Er að tala um hamingjuna og íslendinga hér í Bredford UK, pínu fyndið að tala um hvað við erum hamingjusöm, miðað við að við erum í köldu landi, myrkur í fleiri mánuði, jarðskjálftar, eldgos og snjóflóð og svona …. en um að gera … að vera hamingjusöm í þessu landi þar sem allir þekkja alla (eða þannig), sæmilegt traust á stofnunum (dvínað þó frá hruni) og traust út á götu og gangvart nágrönnum yfirleitt ljómandi og flestir með eitthvað bakland, en eins og einn orðaði það – að vera fastur hér á þessu voðala Íslandi, þá er bara tvenn í stöðunni, vera alltaf fullur eða bara gera gott úr því!

 

23471995_2001038506774649_2222935966862391411_n

Categories
Uncategorized

Peningar og hamingjan

  • öryggi – peningar gefa öryggi og tækifæri – það er gott, en þegar við höfum í okkur og á, virðast peningar bætu litlu við, tekjur og eignir skýra 1-2% af hamingju okkar
  • samanburður – það skiptir talsvert miklu máli við hverja við berum okkur saman við, hversu hamingjusöm við metum okkur vera, og fólk er mis mikið að stunda samanburð. en rannsóknir sýna að ef þú telur þig vera tekjuhærri en nágranninn eða aðrir í svipaðri stöðu, þá eykur það smá hamingju þína
  • aðlögun – við aðlögumst hratt bættum efnislegum lífsgæðum, svo þeir auka hamingju að því er rannsóknir segja yfir tiltölulega stuttan tíma

 

images

Categories
Uncategorized

Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2018

Samband sveitarfélaga eru farnir að fylgjast með hamingjumælingum:

http://www.samband.is/frettir/stjornsysla/hamingjudagurinn

Hér er vísindagrein eftir Dr. Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur hjá Embætti Landlæknis um hrunið og hamingjuna:

https://link.springer.com/article/10.1007/s11205-011-9973-8

 

 

10370347_325164867639338_2271663856950262382_n

Categories
Uncategorized

Gildi lesturs – og vel skrifuð grein!

Ein stórkostlegasta grein sem ég hef lesið, er um mikilvægi lesturs. Um gildi lesturs og ímyndunarafls:

t.d.:

  • Bækur eru leið okkar til að eiga samskipti við hina látnu. Leiðin til að læra af þeim sem eru ekki lengur á meðal okkar
  • Í öðru lagi byggir skáldskapur upp samkennd. Þú færð að upplifa hluti, heimsækja staði og veraldir sem þú myndir ellegar aldrei þekkja. Þú uppgötvar að allt sem er þarna fyrir handan er einnig hluti af þér. Þú ert einhver annar og þegar þú snýrð aftur til eigin heims hefurðu breyst lítillega. Samkennd er verkfæri til að móta vitund manns um að tilheyra  heild, til að leyfa okkur til að fúnkera sem eitthvað meira en sjálfhverfir einstaklingar.
  • Ég held ekki að það sé til neitt sem heitir vond bók fyrir börn
  • Öruggasta leiðin til að tryggja að við ölum upp læs börn er að kenna þeim að lesa, og sýna þeim að lestur er ánægjuleg athöfn. Og það þýðir, á sem einfaldasta hátt, að finna handa þeim bækur sem þau njóta, veita þeim aðgang að bókunum og láta þau lesa þær
  • Eitt sinn var ég staddur í New York og hlustaði á umræður um byggingu einkarekinna fangelsa, sem í er gríðarlegur vaxtarbroddur í Bandaríkjunum. Fangaelsisiðnaðurinn þarf að útfæra framtíðarvöxt sinn – hversu marga klefa mun hann þurfa? Hvað verða til mörg fangelsi eftir fimmtán ár? Og þeir uppgötvuðu að hægt væri að spá fyrir um það mjög auðveldlega með því að nota frekar einfalt reiknirit, sem byggist á að spyrja hversu mörg tíu og ellefu ára börn kunna ekki að lesa. Og alls ekki lesið sér til yndis. Hlutfallið er ekki einn á móti einum; það er ekki hægt að segja að í læsu þjóðfélagi séu engir glæpir. En það er raunveruleg fylgni þar á milli.

https://www.theguardian.com/books/2013/oct/15/neil-gaiman-future-libraries-reading-daydreaming

og

http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/04/23/segir-olaesi-til-um-fangelsisthorf-allt-breytist-thegar-vid-lesum/

bók