Mihaly Csikzentmihalyi og Flæði

Mihaly_Csikszentmihalyi

Einn af  andans mönnum jákvæðrar sálfræði, Mihaly Csikszentmihalyi var barn að aldri þegar hann flúði föðurland sitt, Ungverjaland í síðari heilsstyrjöldinni með foreldrum. Hann flúði ásamt fjölskyldu sinni og vinafjölskyldum til Ítalíu. Mihaly endaði í langskólanámi í Bandaríkjunum 22ja ára og býr þar öldungur í dag. Hann varð vitni að því að nágrannar hurfu, að fólk hætti að talast við og að fólk skotið út á götu. Þá áttaði hann sig á því að þótt fólk væri fullorðið kynni það ekkert að vera hamingjusamt. Hann endaði sem rannsakandi á því sviði og virtur fræðimaður og kom jákvæðri sálfræði á skrið í Bandaríkjunum um síðustu aldamót ásamt Dr. Martin Seligman. Hann hefur haldið því fram að við höfum ótrúlega litla þekkingu á því hvað gerir okkur hamingjusöm eða hvað gleður okkur.

Mihaly hefur leitað svara í heimi trúarbragða, sköpunar, íþrótta og lista í leit að svörum við hamingjunni. Hans frægasta kenning er kenningin um flæði (flow).   Kenning hans er um að við upplifum ánægju, týnum tímanum þegar við erum að fást við eitthvað sem er krefjandi og er í samræmi við getu, þá upplifum við okkar mesta sköpunarmátt og upplifum gleði. Að þegar við náum að takast á við krefjandi verkefni sem við finnum að við ráðum við ef við beitum okkur, þá náum við því stigi sem kallast flæði. Við týnum tímanum, erum einbeitt og ekkert heldur okkur frá verkefninu.  Við upplifum ákefð og ánægju.  Við förum á ystu nöf eigin getu og hlutirnir virka. Endurgjöfin er einhvernig veginn að ,,nú er allt eins og það á að vera”. Ef við erum að fást við léttvæg verkefni og höfum mikla hæfni, þá verðum við áhugalaus, sinnulaus og leiðist. Hins vega ef við höfum litla hæfni en stöndum frammi fyrir miklum kröfur, verðum við kvíðin og stressuð og gleðin er þá fljót að hverfa.  Best er að hæfni sé mikil og verkefnin krefjandi. Þannig blómstrum við!

Við upplifum oftar flæði í vinnu heldur en heima fyrir. FLOW2

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s