Jú, þú finnur stundum meira til, þú ert stundum gleymin, en þú hefur unnið fyrir því að ganga í burtu, að sleppa samskiptum sem draga þig niður, bara af því þú ,,ert of gömul fyrir svona vitleysu”🙂
Lykillinn að lífinu, er þrautseigja. Seiglan sjálf holdi klædd. Þegar þú ert orðin miðaldra hefur þú lært að þetta er lykilinn. Við erum oft slegin út af laginu. Það sem skiptir máli er að standa upp aftur og halda áfram. Og þetta hefur þú lært á eigin skinni þegar þú ert búin að vera hér soldið lengi.
Og .. þú ert fallegri en þú heldur, einmitt akkurat núna 🙂 hressandi grein um að eldast:
Skemmtileg hún Ellen- hér talar hún um það að eldast: