Þetta er mjög athyglisverð rannsókn sem var gerð í Harvard Háskóla, þar sem var fylgst með karlmönnum yfir 75 ára tímabil, örlög og ákvarðanir, lífsstíl og hamingja. Niðurstaðan er sú að það eru félagsleg tengsl sem skapa heilsu, hamingju og langlífi. Það er ekki auðurinn né frægin sem skóp hamingjuna. Það er dálítið síðan að niðurstöðurnar voru birtar en ágætt að setja þetta inn núna.