Þakklæti

Það er gott að á meðan maður er upptekin við hvað manni langar, að gleyma því ekki hvað maður hefur.

Þakklátt hugarfar er göfugt, að þakka fyrir það sem við höfum, að sjá að það er ekki allt sjálfsagt í þessu lífi ef nokkuð. Við erum háð hvert öðru og það bera að þakka það þegar einhver greiðir götu okkar, leggur okkur lið og leggur gott eitt til.

Guðfræðingur Johannes Gaertner skrifaði um þakklæti eitthvað á þessa leið: þegar þú þakkar öðrum, ertu kurteis og notarlegur. Ef þú sýnir þakklæti (gerir eitthvað, gefur gjöf, færir fórnir) sýnir þú af þér göfuglyndi og örlæti. Ef þú temur þér þakklát hugarfar, ertu nær paradís, þá hefur hugarfar þitt þig upp til skýjanna.

2014-11-26-gratitude2

BARBARA EHRENREICH skrifaði grein í New york Times þar sem hún gagnrýnir ,,þakklætisgeirann” fyrir að vera orðinn of sjálfselskur. Hér er greinin:

Mér finnst alltaf soldið gaman að lesa greinar eftir Barböru og hún fær mig til að hugsa.  Það er sjálfsagt að benda á að þakklæti er ekki hugsað sem verknaður til þess að láta ,,þér sjálfum” líða vel.  Mikilvægur punktur hjá henni.  En að þakka öðrum eða að þakka fyrir eitthvað í þínu lífi (t.d. í bæn) getur reyndar haft líka ágæt áhrif á þig sjálfa/sjálfan og það er góð aukaafurð.

Að vera reiður eða ósáttur við óréttlæti eru líka mikilvægar tilfinningar og því þarf þakklæti ekki að drag úr réttlætistilfinningu og baráttuhug. Við verðum að berjast fyrir betri heimi, áfram sem endranær og þakka fyrir þegar vel gengur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s