Nú er nýjar kynslóðir að koma upp og setja sitt mark á nútímann. Ég rakst á umræðu á netinu um að bara á allra síðustu 2 árum sé stemmingin í háskólum að breytast. Að ungu nemendurnir krefjast nú þess (kannski aðallega í USA) að þeim eigi ekki að þurfa að líða illa í kennslustundum, að þau krefjist ,,safe space” í kennslstofu. Skilgreiningin á þessari kynslóð er þessi
Snowflakes Generation / Social justice Generation:
* Kynslóðin sem er nú komin á fullorðinsaldur, hefur mikið verið með foreldrum sínum og hafa jafnvel ofverndast
* foreldrarnir hafa gefið börnum sínum uppblásnar tilfinningar um eigin sérstöku
* kynslóðin sem er fljót að móðgast
* kynslóðin sem hefur minni seiglu
* einstaklingarnir geta orðið óttaslegnir ef heimsmynd þeirra er vaggað: t.d. bannað á sumum heimavistum í USA að tala um fóstureyðingar og trúleysi
* kynslóðin sem er meðvitað um rétt sinn
Er þá kannski hin hliðin sú, að þetta er kynslóðin sem neitar að taka þátt í samfélagi sem er litað af misrétti og standa upp fyrir allri misbeitingu? Það það séu eldri kynslóir sem eru að skilgreina þetta unga fólk þar sem þeir sem eldri eru eru vanari því að þurfa að lúta einhverju stigveldi sem yngri kynslóðir ætla ekki að sætta sig við?
Hér er Simon Sines að lýsa líka þessari kynslóð: