Umboðsmaður einmannaleikans í Bretlandi:

Nú er búið að stofan umboðsmann eða ráðherra einmannaleikans í Bretlandi.

Talað er um að einmannaleiki sé vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi, m.a. vegna; fjölda skilnaða, margir búa einir, við eigum færri börn, við lifum lengur, við erum i sterkari tengslum við netið og síma og tæki en fólk, talað er um að einmannaleiki styttir lífið í annan endann, þú sinnir heilsu þinni og mataræði síður. Þú ert daprari og hefur þig síður af stað (framtaksleysi).

Einmannaleiki og streita eru verstu óvinir hamingjunnar. Fólk getur líka upplifað einmannaleikann þótt sé innan um fólk og allir geta orðið einmanna. Líka frægar stjörnur, stjórnmálaleiðtogar og hver sem er.

Kannski erum við líka að verða það miklir ,,einstaklingar/einstaklingshyggjufók”, að allir verða að fá að lifa út frá eigin hugmyndum út í smáatriði – og þar með undirstrikum við það sem aðgreinir okkur frá öðrum frekar en að sjá hvað við eigum saman. Viljum vera öðruvísi. 

En gæti þetta starf ekki heitið eitthvað bjartara? Umboðsmaður félagslegra samskipta?Hamingjuráðherra? Ekki heitir Heilbrigðisráðuneytið Sjúkdómaráðuneytið?

Og hver eru fyrstu verk slíks umboðsmanns?

Væntanlega að setja af stað nefndir t.d. i) setja ,,viðmiðunarreglur” utan um tækninotkun þegar þú ert í félagslegum aðstæðum (skila síma eftir í körfu áður en ferð á fundinn, í félagsmiðstöðina, skólann, félagafundinn?) ii) auka samskipti kynslóðanna (eldri borgara séu til staðar á leikskólum, ungbarnaleikskóla, þar sem börn eru á spítala til að bara vera til staðar fyrir ofl. ofl) iii) gera allskonar bara sem eykur samskipti, hittinga um allskonar!

Umboðsmaður einmannaleikans heitir Tracey Crouch, er íþróttaþjálfari og stjórnmálakona með meiru.

Tracey Croch

Aðdragandinn að þessu nýja embætti er að stjórnmálakonan Jo Cox barðist fyrir þessu málefni og var myrt 2016 af öfga hægri manneskju. Jo Cox hafði einnig verið baráttukona um málefni Sýrlenskra flóttamanna og var fædd 1974.

Jo cox

Þess má geta að árið 2016 varð til Hamingjuráðherraembætti hjá Sameinuðu  hjá Sameinuðu Arababísku furstadæminu.

Einnig er slík ráðuneyti til, í Nígeríu og á Indlandi – en óhætt að segja að þau embætti hafi farið ansi brösulega af stað, annar tengdur morði og hinn er systir þess sem setti hana í embætti.

Heimildirt.d. hér: http://www.vb.is/frettir/stofna-embaetti-hamingjuradherra/124887/?q=r%C3%A1%C3%B0herra

einmannallll

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s