Categories
Uncategorized

Kulnun í starfi

„Birtingarmyndir kulnunar geta verið margvíslegar en eitt af því sem hverfur eða minnkar stórlega er gamansemin”

,,góð vinnustaðamenning sé mikilvæg gegn kulnun í starfi. „Auknar líkur eru á kulnun ef markmið starfsins eru óljós eða mótsagnarkennd. Strangar reglur lofa ekki góðu sem og neikvætt andrúmsloft, lítið rými fyrir nýjar hugmyndir, slök stjórnun og eftirfylgd, lítil áhrif starfsmanna á eigið starf og stöðugt kapphlaup við tímann. Einnig of mörg verkefni, þegar sjaldan er hrósað fyrir vel unnin störf og þegar fjöldi undirmanna er yfir 35 manns.“

Frábært viðtal við Sveindísi Önnu Jóhannsdóttir, félags- og fjölskylduráðgjafi um mikilvægi vellíðan á vinnustað, handleiðslu og kulnun.

Hér er viðtalið: http://www.mannlif.is/markvert/god-vinnustadamenning-mikilvaeg-gegn-kulnun-starfi/

Vinnusálfræði

Categories
Uncategorized

Snjókornakynslóðin

Nú er nýjar kynslóðir að koma upp og setja sitt mark á nútímann. Ég rakst á umræðu á netinu um að bara á allra síðustu 2 árum sé stemmingin í háskólum að breytast. Að ungu nemendurnir krefjast nú þess (kannski aðallega í USA) að þeim eigi ekki að þurfa að líða illa í kennslustundum, að þau krefjist ,,safe space” í kennslstofu. Skilgreiningin á þessari kynslóð er þessi

Snowflakes Generation / Social justice Generation:
* Kynslóðin sem er nú komin á fullorðinsaldur, hefur mikið verið með foreldrum sínum og hafa jafnvel ofverndast
* foreldrarnir hafa gefið börnum sínum uppblásnar tilfinningar um eigin sérstöku
* kynslóðin sem er fljót að móðgast
* kynslóðin sem hefur minni seiglu  

* einstaklingarnir geta orðið óttaslegnir ef heimsmynd þeirra er vaggað: t.d. bannað á sumum heimavistum í USA að tala um fóstureyðingar og trúleysi
* kynslóðin sem er meðvitað um rétt sinn

Er þá kannski hin hliðin sú, að þetta er kynslóðin sem neitar að taka þátt í samfélagi sem er litað af misrétti og standa upp fyrir allri misbeitingu? Það það séu eldri kynslóir sem eru að skilgreina þetta unga fólk þar sem þeir sem eldri eru eru vanari því að þurfa að lúta einhverju stigveldi sem yngri kynslóðir ætla ekki að sætta sig við?

 

Hér er Simon Sines að lýsa líka þessari kynslóð:

Babies Crying

 

 

Categories
Uncategorized

Hvenær er rétti tíminn að hugsa sér til hreyfings?

Breyta til. Skipa um starf. Þegar þú ert;

  1. Farin að kvíða því að fara til vinnu, fleiri daga en ekki
  2. Farin að hugsa of mikið um fortíðina, eða framtíðina
  3. Umhverfið er farið að sussa á þig ,,slappaðu aðeins af” er það sem þú færð oft að heyra
  4. Þú finnur fyrir afbrýðisemi í garð annarra sem eru að ná árangri í starfi
  5. Vaknar þreytt á morgnanna
  6. Óþreyjufull, líkaminn er pirraður
  7. Þú ert farin að verða kjaftakerlinn, baktala ágætt samstarfsfólk o.fl
Categories
Uncategorized

Að vera viðkvæm/ – ur

Að vera mjög viðkvæm manneskja, er að vera með taugakerfi sem er næmara en flestra. Þú skynjar fegurð, hljóð, tilfinningar annarra sterkar en 80% mannkyns.   Þetta er ekki sjúkdómur og ekki galli, heldur einfaldlega ákveðin manngerð, manngerð sem þarf að læra að brynja sig og þekkja hvernig þeir geta nýtt þennan eiginleika.

 

Það er einstaklingur sem er mjög næmur, á t.d. tilfinningar annarra, hljóð, áreiti, hávaða, bragð, upplifir ,,sterkt” t.d. tónlist eða aðrar upplifanir sem örva skynfærin.

Þetta er einstaklingur sem þarf reglulega að draga úr birtu, kveikja á kerti, hlusta á læk eða setja á rólega tónlist. Þetta er einstaklingur sem upplifir, þarf að eiga kyrrðastund, jafnvel stunda jóga, íhugun, Qi gong og þarf að velja hvernig fólk hann hefur í kringum sig.

20842158_10211589196740041_533899595772052114_n

Hér er hægt að lesa meira og taka sjálfspróf – hvort þetta eigi við um þig?

Hér eru svo góða ráð til þeirra sem skora með 14 eða hærri stig í ,,viðkvæma skalanum” í prófinu:

  • Hugsaðu hlutina þannig að það er ekki eins mikið að þér og þú hélst, hugsaðu um sjálfan þig, settu mörk og þekktu einkennin og hvernig þú getur höndlað það betur að vera bara
  • Yoga, saltbað, nudd og nálastungur auk Qi gong hjálpar og koma sé ekki í of mörg verkefni

Hér eru held ég bestu ráðin – frá konu sem er alin upp af viðkvæmu fólki og er sjálf viðkvæm – hún talar um dagskipulagið, umhverfið og hvernig hlutir heima hjá þér hafa áhrif: https://willfrolicforfood.com/2017/04/43-self-care-practices-for-the-highly-sensitive-person.html

Stundum eru mjög næmar manngerðir einmitt óvenju skapandi, lausnamiðaðir starfsmenn, vandvirkir og gefandi fái þeir að njóta sín.

Góða lífið

 

Categories
Uncategorized

Af hverju mælast Íslendingar mjög hamingjusamir?

,,Hinn dæmi­gerði Íslend­ing­ur er býsna ánægður með lífið og til­ver­una, hann tel­ur sig búa í hreinu um­hverfi og við mik­il loft­gæði. Hann á vin eða ætt­ingja sem hann get­ur leitað til og ver næst­um því fjórðungi tekna sinna í hús­næði og ýms­an kostnað sem því fylg­ir.  Þetta sýn­ir ný út­tekt frá Efna­hags- og sam­vinnu­stofn­un Evr­ópu, OECD, sem heit­ir How’s life 2017″

Þessi vinatengsl, þessi félagslegi stuðningur sem tilheyrir oft minni samfélögum er stóri skýringarþátturinn á hamingju íslendinga auk þess að hér er lítið atvinnuleysi, þessi öryggistilfinning skiptir líka miklu máli og vonandi er traust vaxandi í samfélaginu, það hækkar líka hamingjuna 

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/11/20/telja_sig_vinmarga_og_hrausta/íslendingar