Það er ekki þannig að streita sé alltaf slæm. Streita þýðir að við þurfum að forgangsraða og þá kannski sjáum við skýrast hvað skiptir okkur mestu máli. En hér er frábært erindi um það að það er eiginlega frekar viðhorf okkar til streitu, sem skiptir máli. Ef við höfum gaman að því sem við erum að gera, getur streita bara verið hluti af því, að það sé gaman að það séu áskoranir. Ef við erum hrædd við streitu, getur það haft neikvæð áhrif. En auðvitað þurfum við að læra að setja okkur mörk og öðrum, hvað er nóg. Og of mikil álag yfir langan tíma, gæti þýtt að nú sé lag á að taka frí!