Við fermingaraldur …. að eiga framtíðarsýn

Það er dálítið merkilegt að sumir sjá þegar þeir eru komnir á miðjan aldur, að þegar upp er staðið sé ákveðið mynstur í þeirra lífi. Kannski eitthvert fræ sem byrjaði að spýra um ferðingaraldur. Einhvern veginn, meðvitað eða ómeðvitað, fannstu hverju þú vilt ná fram. Hvað þú þarft að gera, veist hvað þú vilt innst inni og veist hvað skiptir þig mestu máli.

Þetta er ein tegund af seiglu. Seiglan að halda áfram þótt á móti blási, þótt jafnvel sé á hraða snigilsins. Bara finnur innst inni – hvað kveikir í þér, hvað þú vilt. Kannski ferðu af brautinni, en finnur hana aftur.

Sumir ákveða snemma, að þeir ætla að verða leikarar, læknar, söngkonur ofl.

Ég get sjálf tengt við þessa seiglu. Þegar ég fermdist í Árbæjarkirkju 1981, þá bar okkur að velja okkur vers, að flytja við altarið. Ég sagði prestinum að ég vildi ekki gera Jesú eða guð að mínum leiðtog í lífinu, nema hann hefði húmor. Alla vega yrði að vera einhver gleði. Hann fann vers. Og ég flutti það. ,,Fagnið drottni með gleði”. Prestinum fannst þetta of stutt – og hann bætti við ,,og fagnið honum með lotningu”.

Ég fór í sálfræðinám. Var alltaf að bíða eftir að í áföngunum yrði talað um það sem er í lagi hjá okkur. Við hvað á að miða… þegar talað er um þunglyndi, kvíða, áráttu, ranghugmyndir og fleira. Hvað er ,,rétt” – að hverju á að stefna? Hver er anstaðan? o.s.frv. Það kom ekki að því að ég fann þessi svör í námi mínu. Ég lærði sem sagt mest um það sem er að okkur. Þegar kom að því að skrifa BA ritgerðina, þá bað ég um að fá að skrifa um Hamingjuna. Þá höfðu birst nýlega í fyrsta sinn, sá fögnuður – að við værum að mælast hamingjusamasta þjóð heims. Þ.e. skv. þeim löndum þar sem slík spurning var lögð fyrir eða spurningaklassar. Þetta þótti harla óvenjuleg og varla vísindalegt. En ég átti að góðan kennara með heimspekigrunn og hann leyfði mér að lokum að skrifa slíka ritgerð. Hennar niðurstöður lifa að mestu enn í dag, satt best að segja.

Þetta var mitt upphaf, að jákvæðri sálfræði. Í mínu lífi. Á þessum tíma voru mjög fáir að skrifa um þetta, ég fann eingöngu einn greinahöfund sem höfðaði sterkt til mín. Ruut Veenhoven. Síðar hitt ég hann, bauð honum til Íslands og hann talaði í Háskóla Íslands á málþingi á Alþjóðlega hamingjudeginum. Þetta var sennilega annað eða þriðja árið, sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu sett þennan dag í dagatal sitt – Alþjóðlegi hamingjudagurinn. Sjá:

Nú í dag, er ég er 56 ára gömul og mitt lifibrauð í dag er að halda hamingjuaukandi námskeið, fyrir fólk á tímamótum. Nýti markþjálfun. Jákvæða sálfræði. Auðvitað námið mitt úr Vinnu- og félagssálfræði í LSE. Hef stundað ráðstefnur og leshópa um málið. Það er gríðarlega gefandi og mér heiður og lán, að fá að starfa við þetta í dag. Ég er þakklát.

Ég hef skrifað bók – um málið; Why are Icelanders so Happy?

Why are Icelanders so happy?

Tekið þátt í að stofna félag um málið. Var fyrsti formaðurinn.

Bókin hefur svo gefið mér tækifæri að flytja boðskapin í Bretlandi. Í Hörpunni 2x og gefið mér allskonar óvænt og skemmtileg tækifæri :-). Og ég er rétt að byrja 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s