Að nota styrkleika sína í eigin þágu og annarra – grein eftir Ingrid Kulman sem birtist í Kjarnanum í apríl 2020- á tímum covid:

Eitt af því sem fræði­menn hafa beint sjónum sínum að síð­ustu ár er styrk­leikar fólks. Hvernig við getum komið auga á þá, skerpt sýn okkar á þá og nýtt þá til að auka vellíðan og fylla okkur krafti og orku. Það er sér­lega mik­il­vægt á þessum krefj­andi tímum að nota styrk­leik­ana í eigin þágu og ann­arra. 

Mis­mun­andi styrk­leikar geta komið fram við mis­mun­andi aðstæð­ur. Chris Pet­er­son og Martin Selig­man, sem þró­uðu VIA-­styrk­leika­prófið sem mælir 24 styrk­leika, komust sem dæmi að því að styrk­leikar eins og þakk­læti, von, kær­leik­ur, leið­toga­hæfni, ást, and­leg við­leitni og hópa­vinna voru meira áber­andi eftir hryðju­verka­árás­ina í New York árið 2001. Ætli það sama sé ekki upp á ten­ingnum á tímum kór­ónu­veirunn­ar?

Meðfylgjandi eru nokkrar hug­myndir að áþreif­an­legum og hag­nýtum leiðum til að nota styrk­leika sína í eigin þágu og ann­arra (styrk­leik­inn er skáletr­aður innan sviga):

 • Komdu nágrönnum þínum á óvart með köku sem þú bak­aðir (kær­leikur)
 • Sendu vinum eða kunn­ingjum brand­ara eða mynd­band sem fær þá til að hlæja (húmor)
 • Horfðu á fólk dansa á Youtube og taktu þátt í stof­unni (lífs­orka, opinn hugur)
 • Hlust­aðu á fal­lega tón­list á meðan þú sinnir heim­il­is­störfum (að meta feg­urð)
 • Rifj­aðu upp upp­á­halds­mat­inn þinn í æsk­unni og deildu minn­ingum um hann með ást­vinum þínum (þakk­læti)
 • Liggðu á bak­inu með fæt­urna slaka og hend­urnar niður með síðu og taktu djúpt and­ann í nokkrar mín­útur (sjálfs­stjórn)
 • Gefðu þér 20-30 mín­útur á dag til að lesa bók eða grein sem víkkar sjón­deild­ar­hring­inn (lær­dóms­fýsi)
 • Ljúktu við verk­efni sem hefur verið á verk­efna­list­anum lengi (þraut­seigja)
 • Stígðu fram og taktu af skar­ið, t.d. með því að hefja söfnun fyrir góðu mál­efni (leið­toga­hæfni)
 • Eigðu í reglu­legum raf­rænum sam­skiptum við bjart­sýnt fólk (von, bjart­sýni)
 • Sam­þykktu að nei­kvæðar til­finn­ingar eru óhjá­kvæmi­legur hluti af líf­inu og að þær muni líða hjá (auð­mýkt)
 • Gerðu ráð fyrir að aðrir vilji þér vel (sann­girni, kær­leikur)
 • Gerðu ein­faldar jóga- eða styrkta­ræf­ingar með fjöl­skyld­unni (hópa­vinna, lífs­orka)
 • Vertu vak­andi fyrir líðan ann­arra, hlust­aði af athygli og bjóddu fram aðstoð (góð­vild, félags­greind)
 • Kúrðu með fjöl­skyld­unni í tjaldi í stof­unni (ást)
 • Skipu­leggðu verk­efni á heim­il­inu sem allir fjöl­skyldu­með­limir geta tekið þátt í, eins og að púsla, spila, skipu­leggja rat­leik í garð­inum eða elda mat­inn (hópa­vinna)
 • Taktu eftir því fal­lega í dag­legum göngutúr um hverfið (að meta feg­urð, þakk­læti)
 • Leggðu þig fram um að hlusta meira og tala minna í eina viku (félags­greind)Rifj­aðu upp allt sem þú ert þakk­lát/ur fyrir í líf­inu (þakk­læti)
 • Eld­aðu nýja upp­skrift í hverri viku og not­aðu hrá­efni sem þú hefur ekki notað áður (for­vitni, sköp­un­ar­gáfa)
 • Dragðu úr hrað­anum á öllu því sem þú ger­ir, hvort sem það varðar lest­ur, heim­il­is­störf eða annað (var­færni, sjálfs­stjórn)
 • Rifj­aðu upp gam­alt áhuga­mál sem þú hefur ekki sinnt lengi (sköp­un­ar­gáfa)
 • Stígðu út fyrir þæg­ind­ara­mann og ögr­aðu þér, t.d. með því að halda raf­rænt mat­ar­boð eða raf­rænan fyr­ir­lestur (hug­rekki)
 • Skrif­aðu niður 10 spurn­ingar sem þið hefur alltaf langað til að fá svör við og leit­aðu að svör­unum á net­inu, t.d. á Vís­inda­vefnum (for­vitni)
 • Taktu þátt í raf­rænum tón­leik­um, syngdu með og finndu hvernig tón­listin nærir and­ann og blæs þér gleði í brjóst (að meta feg­urð, þakk­læti
 • Hafðu athuga­semdir þínar á sam­fé­lags­miðlum jákvæðar (var­færni, félags­greind)
 • Kynntu þér hvernig aðrir lifðu af krefj­andi tíma og lærðu af þeim (raun­sæi, lær­dóms­fýsi)
 • Njóttu róandi áhrifa þess að klappa gælu­dýri þínu (ást)
 • Gróð­ur­settu krydd­jurtir og hlúðu að þeim (að meta feg­urð)
 • Gefstu ekki upp þótt heima­veran taki á og finndu leiðir til að láta þér líða vel (stað­festa, þraut­seigja)
 • Veltu fyrir þér hvernig lífið gæti breyst til batn­aðar eftir að far­ald­ur­inn verður yfir­stað­inn (von)
 • Mundu að það er hægt að finna lausn á flestum vanda­málum (opinn hugur)

Við þurfum alla þá orku og jákvæðni sem við getum náð okkur í. Með því að hlúa að styrk­leikum okkar beinum við sjónum að því góða og fal­lega í okkar fari. 

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s