Vinnusálfræði og jákvæð sálfræði

Ánægðir starfsmenn hafa hærra vinnusiðferði, gera ekki bara það sem ætlast er til af þeim og nýta færri veikindadaga. Það er því að mörgu að vinna!

Hér eru 25 dæmi um hvernig inngrip úr jákvæðri sálfræði og vinnusálfræði geta haft uppbyggileg áhrif:

 1. Að starfsfólk sjái betur merkingu og tilgang með sínu starfi
 2. Setja sér markmið út frá styrkleikum og vinna að þeim
 3. Skoða tengsl, samskipti og sambönd, á vinnustað og utan
 4. Styrkleikapróf hjálpa teymum að virði betur og nýti ólíka styrkleika auk þess sem það getur aukið vellíðan einstaklinga að nýta styrkleika sína með nýjum hætti
 5. Stjórnendur hafi svigrúm að vera stjórnendur og leiðtogar – s.s. hvetja, taka eftir framförum, bera kennsl á styrkleika. Jákvæð forysta s.s. styðja við frumkvæði, styrkleika og beita jákvæðu viðmóti þrátt fyrir mótlæti
 6. Beina athyglinni að þakklæti. Betra er að skoða hvað maður hefur en hvað manni vantar
 7. Draga fram litlu sigrana – hampa þeim
 8. Hjálpar til við að draga fram vellíðan, heilbrigði, hamingju s.s. verkefnið heilsueflandi vinnustaðir
 9. Skap og líðan, hér og nú. Skoða stöðuna og velja svo leiðir til að auka vellíðan og gleði og mæla áhrifin. Fyrir og eftir og tilkynna að mæling muni fara fram. Þá er ljóst að hér er metnaður í gangi og þetta sé sett í forgang.
 10. Hamingjan er smitandi – og að efla tengsl og samveru er ein leiðin
 11. Seigla og þrautsegja – skoða ólíkar tegundir og ,,fá lánaða seiglu” frá öðrum
 12. Að passa inn, að vera ekki skilinn útundan – að efla tengsl og skilning, skýrir ferlar sem efla og ef taka þarf á
 13. Hvetur til örlætis og gjafmildis, sællra er að gefa en þiggja á enn við
 14. Vinnuafköst – þekkja tengsl álags og hæfni og hvenær má búast við flæði
 15. Þekkja og skilja hvenær maður er upp á sitt besta t.d. orkustjórnun og forgangsröðun – skiptir máli hvenær dagsins þú gerir verkin
 16. Auka bjartsýni og von – bera kennsl á árangur
 17. Styrkleikamiðun frekar en veikleikamiðun, beina sjónum og orku að styrkleikum, sjálfstrausti, jákvæðum viðhorfum og jákvæðum tilfinningum
 18. Bera kennsl á hvað gengur vel og hvað má ganga betur, ræða það sín á milli og hvernig betur megi hjálpast að til að ná því sem þarf í vinnu. Starfendarannsóknir er öflug aðferð til framtíðar að efla sig og teymi saman þegar starf er köllun. Gera starfið að lærdómsferli
 19. Að bjóða upp á núvitund, slökun, upplyftingu, qi gong, hláturyoga – bjóða upp á andrými. Eykur vellíðan, betri forgangsröðun og orkustjórnun og skapar meira andlegt jafnvægi
 20. Endurhönnun starfa – endurhugsa með yfirmanni – er hægt að breyta, þróa, draga úr, efla annað – til að sníða starfið betur að styrkleikum og kostum starfsmanns.
 21. Forvarnir – vinna gegn streitu og vinna gegn kulnun og efla helgun – t.d. með því að bjóða upp á viðtal við markþjálfa eða næsta yfirmann. Áttu vin í vinnunni? Sá þáttur hefur gríðarlega góð áhrif á bæði helgun og vellíðan og er góð vörn gegn kulnun
 22. Ræða eigin hamingju og líðan og leiðir sem styrkja vellíðan, auka þekkingu á eigin hamingju, læra hvað einkennir þá sem eru hamingjusamir, þekkja sín mörk, þekkja sínar fyrirmyndir. Hjálpar fólki að einbeita sér að öðrum hlutum en peningum, þeir sem meta peninga helst hættir til að vera minna ánægðir en aðrir
 23. Jákvæð sálfræði hjálpar til við að gefa fólki verkfæri til að skilja að sambönd, merking, jákvæðar tilfinningar, þátttaka og afrek eru mikilvægir þættir góðs lífs. Í kampitalísku samfélag finnst mörgum lífið snúast of mikið um að afla tekna og eignast efnislegar gjafir – gott er að snúa athyglinni að öðru s.s. samböndum og tilgangi, gleði og flæði.
 24. Þekkja ,,hvað er nóg”. Stundum þarf að skerpa á mörkum og skapa svigrúm. engin ein aðferð sem eykur vellíðan allra. Mismunandi aðferðir henta mismunandi aðstæðum, verkefnum og fólki.
 25. Það er ávinningur fyrir vinnustaði að hlúa að andlegu og líkamlegu heilbrigði starfsmanna, eykur framleiðni og árangur.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s