Dæmi um jákvæðar tilfinningar er örlæti, að fyrirgefa, finna sjálfstraust, von, kærleikur, bjartsýni, kærleik, samhygð, finna trúnað og skilning, þakklæti, stolt og gleði.
Góðu tilfinningar gera lífið þess virði að því sé lifað og fylla okkur krafti . Þessar tilfinningar geta verið hljóðlátar eða háværar.
Hamingja, lífsánægja, lífsgleði, sátt, lífsgæði, tilgangur, merking, gleði, innblástur, þátttaka, styrkleikar, að blómstra, hlægja, tilhlökkun, bros, hlýja, kærleikur, vellíðan, seigla, bjartsýni, von, góð sjálfsmynd, sköpunargleði, vera lausnamiðuð/miðaður, húmor, flæði, áhugi, gaman, stolt, kyrrð, góðverk, ástúð, vellíðan, von, þakklæti, friður, friðsemd, ástríða, öryggi, fylling, heilindi, afrek, áhrif, samkennd, frelsi, aðdáun, samgleðjast, samhugur, sáatt, ást, elskan, kærleikur, trú, von, gjafmildi, góðverk, velvild, vinátta, réttlæti, virðing, léttir, heilindi, skuldbinding, sjálfræði, heiðvirðing, hvetjandi, einbeitinga, heiðarleiki, nægjusemi, umburðarlyndi, styrkur … … …
Hér er heimasíða Barböru Friedricsen – sem hjálpar okkur að mæla og taka eftir jákvæðum tilfinningum. Hægt að skrá sig inn og safna þar með upplýsingum um eigin tilfinningar, frá degi til dags. Hvött til að skrá í heilar 2 vikur, daglega. Þarna er allskonar spennandi efni að finna
https://www.positivityratio.com/single.php
Rannsóknir Dr. Fredrickson benda til að ef þú upplifir 3 tilfinningar á móti einni neikvæðri, ertu að lifa hamingjuríkan dag. Þú ert að blómstra. Ef þú ert með fleiri erfiðar tilfinningar á móti jákvæðum, þá ertu alla vega ekki einn/ein – skv. rannsóknum Dr. F. á það við um 80% ameríkana! Flestir séu bara að þrauka. Ekki blómstra. Sem sagt pláss til framfara!
Vissulega breytast tilfinningar frá stund til stundar, hvernig þú upplifir aðstæður þínar. Svo niðurstöðurnar núna hjá þér á prófinu er bara að endurspegla þína líðan núna. Ef þú vilt fá áreiðanlegri mynd, svararðu daglega, a.m.k. í 2 vikur.

share