Hamingjubanki Dr. Ruut Veenhoven – hvaða breytur eru í mestri fylgni við hamingju – hefur birt eftirfarandi niðurstöður:
Þeir eru hamingjusamastir sem:
- Eru í langtímasambandi
- Eru virkir í samfélaginu og jafnvel taka þátt í samfélagsverkefnum s.s. pólitísku starfi
- Eru virkir í vinnu og einkalífi
- Fara oft út að borða
- Eiga nána vini (en hamingjan eykst ekki eftir fjölda vina)
Svo eru hér fleiri skemmtilegar fylgnitölur úr Hamingjubankanum:
* fólk sem drekkur í hófi er hamingjusamara en þeir sem drekka ekki
* karlmenn mælast hamingjusamari í samfélögum þar sem er jafnrétti, þ.e. að konur njóta sömu réttinda og karlmenn
* það eykur meira hamingju karlmanna en kvenna að vera talin fagur
* það eykur hamingjuna að finnst þú líta vel út
* hamingja minnkar dálítið við að eignast börn en hamingjan er meiri þegar börnin hafa vaxið úr grasi og farið úr hreiðrinu
Heimild: