Aldamótakynslóðin 2000

BBC - 20 things from the year 2000 that will make you feel nostalgic

Kynslóðin sem er fædd frá 1984 og fram yfir 2000, kallast aldamótakynslóðin.

Getur verið að hún sé með minna sjálfstraust en fyrri kynslóðir? þau fengu medalíu fyrir að vera síðust, þeim var sagt að þau gætu gert og fengið allt sem þau vildu af því þau væru frábær, komust jafnvel í betri skóla en þau áttu skilið því foreldrarnir komu þeim inn með öllum ráðum o.s.frv.

Þau hafa ekki fengið svigrúmið að þjást og þurfa að vera vandræðaleg og leggja harðar af sér til að uppskera.

Eftir situr minna sjálfstraust og minna úthald og minni hamingja.

Skv. samfélagsmiðlum þá eru allir æðislegir að gera æðislega hluti. Ef þú ferð á kaffihús og vinur þinn setur símann á borðið, þá veistu að þetta er ekki það mikilvæg stund fyrir hann því einhver getur hrifsað hann fljótt frá þér.

Vinátta, ást, starfaánægja, sátt og þakklæti, byggir á allskonar, hæðum og lægðum, tekur á, skapast á löngum tíma, ferli sem tekur langan tíma og þú þarft að gefa þig í.

Þetta er ekki það sem þessi kynslóð hefur þjálfað sig mest í, þau eru færari í því sem virkar strax.

Auðvitað geta þau fengið glefsu af þessu hér og þar, en bara þannig. Þetta segir Simon Sinek. Og í ofanálag, þá er þróunin út í atvinnulífinu með þeim hætti í dag, að það snýst allt um hagnað og hraða og því er fólk frekar verkefnaráðið og í skamman tíma, sem er ekki að hjálpa þessari kynslóð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s