Spurningar sem þú vilt spyrja þinn eina sanna/þína einu sönnu, áður en þið giftið ykkur – segir N.Y.Times :-)

 1. Ef þú mættir velja hvern sem er, lífs eða liðinn til að borða með kvöldmat í kvöld, hvern velur þú?
 2. Myndir þú vilja vera fræg(ur) og fyrir hvað?
 3. Áður en þú hringir áríðandi símtal, hefur þú æft þig áður – hvað þú ætlar að segja og af hverju?
 4. Hvað inniheldur ,,fullkominn dagur” fyrir þér?
 5. Hvenær söngst þú síðast fyrir sjálfan þig? en fyrir einhvern annan?
 6. Ef þú fengir að verða 90 ára, hvort viltu þá vera með líkama eins og 30 ára eða huga – ef þú fengir að velja á milli?
 7. Hefur þú einhvern grun um hvernig þú munt deyja?
 8. Nefndu þrennt sem þú og vinur þinn eigið sameiginlegt
 9. Fyrir hvað í lífinu ertu þakklátust/-astur fyrir?
 10. Ef þú gætir breytt því hvernig þú varst alin upp, hverju myndir þú breyta?
 11. Gefðu þér núna 4 mínútur, í að segja mótherja þínum frá lífi þínu í eins miklum smáatriðum og þú getur 🙂
 12. Ef þú gætir vaknað upp í fyrramálið og verið með einhvern eiginleika/hæfileika, hvað myndir þú velja?
 13. Ef kristalkúla gæti sagt þér sannleikann um sjálfan þig, líf þitt, framtíðina eða hvað sem er, hvað viltu vita?
 14. Er eitthvað sem þig hefur dreymt um lengi að gera? af hverju ertu ekki búin að gera það?
 15. Hver er þinn besti árangur hingað til?
 16. Hvað metur þú mest í vinskap?
 17. Hvaða minning er þér dýrmætust?
 18. Hver er þín versta minning?
 19. Ef þú fengir að vita að þú ættir eitt ár eftir ólifað og sá dauðdagi bæri brátt að, myndir þú breyta einhverju við það hvernig þú lifir núna?
 20. Hvaða merkingu hefur vinskapur fyrir þér?
 21. Lýstu hvernig ást og hrifing skipta máli í þínu lífi.
 22. Lýstu fimm mannkostum sem viðmælandinn þinn býr yfir.
 23. Hversu hlý og náin er fjölskyldan þín? var barnæska þín hamingjuríkari en annarra?
 24. Hvernig er tengslum þínum við mömmu þína háttað?
 25. Komdu með þrjár staðfingar um ,,ykkur”
 26. Kláraðu setninguna: Ég vildi ég hefði einhvern til að deila með ….
 27. Ef þú og kærasti/-a yrðuð mjög nánir vinir, hvað væri mikilvægt fyrir hann/hana að vita?
 28. Segðu kærasti/-a þínum af einlægni hvað þér finnst um hana/hann. Eitthvað sem þú myndir ekki segja við einhvern sem þú varsta að hitta.
 29. Deildu með sessunaut þínum vandræðalega minningu
 30. Hvenær grést þú fyrir framan einhvern? en í einrúmi?
 31. Hvað ertu að fýla í botn við kærastann/kærustuna?
 32. Er eitthvað sem er það alvarlegt, að þú gætir ekki undir neinum kringumstæðum gert grín að því?
 33. Ef þér væri ætlað að deyja í kvöld og þú hefir ekki tækifæri til að tjá þig við neinn áður, hvað sérðu mest eftir að hafa ekki sagt og við hvern? Af hverju ertu ekki búin að segja viðkomandi það nú þegar?
 34. Það kviknar í heimili þínu, allt sem þú átt er að verða eldi að bráð. Eftir að hafa bjargað ástvinum og gæludýrum og þú nærð að sækja eitthvað eitt í viðbót, hvað sækirðu? Hvers vegna?
 35. Af öllum ástvinum þínum, hvern þeirra væri erfiðast að missa/myndi deyja. Af hverju?
 36. Deildu vandamáli með ástvini, biddu um ráð – hvernig hann/hún myndi leysa vandann. biddu ástvin þinn líka að bregðast við því hvernig þú leystir vandann, þ.e. biðja viðkomandi að bregðast við því til hvaða viðbragða þú valdir.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s